Fanndís með tvö er Blikar fóru á toppinn

Haukar 1-3 Breiðablik
1-0 Marjani Hing-Glover
1-1 Fanndís Friðriksdóttir
1-2 Fanndís Friðriksdóttir
1-3 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Breiðablik er komið á toppinn í Pepsi-deild kvenna en liðið mætti Haukum á Gaman Ferða vellinum í kvöld.

Breiðablik lenti óvænt undir í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 1-0 fyrir heimamönnum.

Fanndís Friðriksdóttir var þó í stuði í síðari hálfleik og skoraði tvö mörk og kom Blikum 2-1 yfir.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði svo 3-1 sigur Blika og er liðið í efsta sæti með 12 stig, jafn mörg og Þór/KA sem á leik til góða.


desktop