FH vann Blika í sex marka leik

Breiðablik 2-4 FH
0-1 Atli Guðnason
0-2 Kristján Flók Finnbogason
1-2 Gísli Eyjólfsson
1-3 Kristján Flóki Finnbogason
2-3 Sólon Breki Leifsson
2-4 Halldór Orri Björnsson

Það fór fram virkilega fjörugur leikur í Fótbolta.net mótinu í kvöld er Breiðablik mætti FH.

Það voru sex mörk skoruð í kvöld og byrjaði FH betur og komst í 2-0 með mörkum frá Atla Guðnasyni og Kristjáni Flóka Finnbogasyni.

Gísli Eyjólfsson lagaði stöðuna fyrir Blika stuttu síðar en í síðari hálfleik skoraði Kristján Flóki sitt annað mark og staðan orðin 3-1.

Sólon Breki Leifsson skoraði svo annað mark Blika einni mínútu síðar áður en Halldór Orri Björnsson gulltryggði FH sigurinn.


desktop