Forseti Íslands: Ein stærsta stund íslenskrar íþróttasögu

„Það þarf ekki að fara í neinn meting með það en Þetta er ein stærsta stund í íslenskri íþróttasögu,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands eftir leik Íslands og Kosóvó í kvöld.

Það voru þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson sem skoruðu mörk Íslands í leiknum og er liðið komið á HM í fyrsta skiptið í sögunni.

„Þeir spiluðu með hjartanu og sem ein heild. Við erum smá þjóð en við nýtum okkar smæð og breytum smæðinni í styrk og þannig náum við þessum glæsilega árangri.“

„Það er bara heiður að vera hérna, einstök ánægja og einstök gleði.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop