Guðbjörg Gunnars: Þær eru hrokafullar

Bjarni Helgason skrifar frá Tilburg:

Íslenska liðið er mætt til Tilburg þar sem liðið mun leika sinn fyrsta leik á EM gegn Frökkum á morgun.

Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki en Frakkar eru sterkasta liðið í riðlinum, fyrirfram.

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins var mættur á blaðamannafund á Willem II Stadion í dag ásamt þeim Söru Björk Gunnarsdóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Franska liðið virtist vita lítið um íslenska liðið á blaðamannafundi þeirra fyrr í dag og segir Guðbjörg Gunnarsdóttir að það geti nýst liðinu.

„Þær eru hrokafullar en það er svo sem alveg innistæða fyrir því. Þær hafa ekki tapað leik lengi og eru því kokhraustar. Því lélegri sem þær halda að við séum því betra fyrir okkur.“


desktop