Guðlaugur Victor hafði betur í Íslendingaslagnum í Sviss

St. Gallen tók á móti FC Zurich í svissnesku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.

Marco Aratore kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Fabian Rohner jafnaði metin fyrir gestana á 66. mínútu.

Það var svo Raphael Dwamena sem skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu og niðurstaðana því 2-1 sigur Zurich.

Guðlaugur Victor Palsson var í byrjunarliði gestanna í dag og spilaði allan leikinn en Rúnar Már Sigurjónsson kom inná sem varamaður í liði heimamanna á 82. mínútu.

Zurich er í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig en St. Gallen er í fimmta sætinu með 27 stig.


desktop