Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í tapi gegn Grasshopper

Grasshopper tók á móti FC Zurich í svissnesku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.

Það var Jeffren Suarez sem skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu og niðurstaðan því 1-0 sigur heimamanna.

Guðlaugur Victor Palsson var í byrjunarliði gestanna í dag og spilaði allan leikinn á miðri miðjunni.

Zurich er fjórða sæti deildarinnar með 32 stig, einu stig á eftir St. Gallen sem er í þriðja sætinu.


desktop