Gylfi lang launahæstur á meðal íslenskra atvinnumanna

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton er launahæsti íslenski atvinnumaðurinn en þetta kemur fram í Áramótum, nýju blaði Viðskiptablaðsins.

Á listanum má finna 25 launahæstu íþróttamennina árið 2017 en eins og áður sagði er Gylfi efstur á blaði.

Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen er í öðru sæti listans og þar á eftir kemur Jóhann Berg Guðmundsson.

Af þeim 25 íþróttamönnum sem skipa listann eru 23 knattspyrnumenn og 2 handboltamenn en listann má sjá hér fyrir neðan.

Gylfi Þór Sigurðsson (Everton) – 660 milljónir króna
Aron Jóhannsson (Werder Bremen) – 200 milljónir króna
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) – 180 milljónir króna
Birkir Bjarnason (Aston Villa) – 170 milljónir króna
Ragnar Sigurðsson (Rubin Kazan) – 150 milljónir króna
Alfreð Finnbogason (Augsburg) – 150 milljónir króna
Sverrir Ingi Ingason (Rostov) – 140 milljónir króna
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff) – 135 milljónir króna
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes) – 130 milljónir króna
Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv) – 125 milljónir króna
Jón Daði Böðvarsson (Reading) – 110 milljónir króna
Emil Hallfreðsson (Udinese) – 80 milljónir króna
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol) – 75 milljónir króna
Aron Pálmarsson (Barcelona) – 60 milljónir króna
Rúrik Gíslason (Nurnberg) – 50 milljónir króna
Guðjón Valur Sigurðsson (Rhein Neckar Löwen) – 50 milljónir króna
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshoppers) – 45 milljónir króna
Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg) – 45 milljónir króna
Björn Bergmann Sigurðarson (Molde) – 45 milljónir króna
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor) – 45 milljónir króna
Guðlaugur Victor Pálsson (Zurich) – 45 milljónir króna
Ari Freyr Skúlason (Lokeren) – 40 milljónir króna
Kári Árnason (Aberdeen) – 40 milljónir króna
Hannes Þór Halldórsson (Randers) – 30 milljónir króna
Arnór Ingvi Traustason (Malmö) – 30 milljónir króna


desktop