Hannes og félagar steinlágu gegn FCK

FCK tók á móti Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 5-1 sigri heimamanna.

Pieros Sotiriou reyndist gestunum erfiður í dag en hann skoraði þrennu en ásamt honum voru það þeir Viktor Fischer og Zeca sem skoruðu mörk FCK.

Nicolai Poulsen minnkaði muninn fyrir Randers í stöðunni 4-0 en lengra komust þeir ekki og niðurstaðan 5-1 sigur heimamanna.

Hannes Þór Halldórsson var á sínum stað í byrjunarliði FCK í dag en liðið er áfram í neðsta sæti deildarinnar með 14 stig.


desktop