Harpa Þorsteins stal Fifa af stráknum sínum

Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:

Íslenska landsliðið er mætt til Ermelo í Hollandi þar sem liðið mun dvelja á meðan EM kvenna stendur yfir.

Liðið undirbýr sig nú fyrir sinn fyrsta leik gegn Frakklandi þann 18. júlí en leikurinn fer fram í Tilburg.

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins var mættur á blaðamannafund í morgun ásamt þeim Hallberu Guðný Gísladóttur og Fanndísi Friðriksdóttur.

Þar kom ýmislegt forvitnilegt fram en stelpurnar nota dauða tíma til þess að spila Playstation, horfa á sjónvarpið, fara á bókasafnið á hótelinu og margt annað.

Þegar blaðamaður spurði þær út í það hvort þær væru að spila fótboltaleikinn Fifa var Fanndís fljót að svara.

„Harpa stal Fifa leiknum af eldri stráknum sínum og kom með hann hingað,“ sagði Fanndís en Harpa Þorsteinsdóttir gistir ekki á liðshótelinu heldur er hún með manni sínum og börnum í námunda við hótelið.


desktop