Heimir fékk yfirburðarkosningu í valinu á besta þjálfara Norðurlandanna

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins er besti þjálfarinn á Norðurlöndunum að mati Nordisk Football.

Twitter síðan setti upp vefkosningu um besta þjálfarann á Norðurlöndunum og hlaut Heimir Hallgrímsson 75% atkvæða í kjörinu.

Næstur á eftir honum kom Graham Potter, þjálfari Östersund í Svíþjóð með 17% en hann kom liðinu í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar á dögunum.

Heimir hefur gert magnaða hluti með íslenska landsliðið og kom liðinu í lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni.

Ísland er lang fámennasta þjóðin sem hefur komist í lokakeppnina eins og margoft hefur komið fram en Ísland leikur í D-riðli ásamt Argentínu, Króatíu og Nígeríu.


desktop