Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins 2017

Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins 2017 en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.

Það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að valinu sem fyrr en Dagur Sigurðsson hreppti verðlaunin í fyrra.

Heimir stýrði íslenska karlalandsliðinu til sigurs í I-riðli undankeppni HM og kom liðinu til Rússlands í lokakeppnina í fyrsta skipti í sögunni.

Ásamt Heimi voru þau Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins einnig tilnefnd.

Þjálfari ársins
Elísabet Gunnarsdóttir, fótbolti
Heimir Hallgrímsson, fótbolti
Þórir Hergeirsson, handbolti


desktop