Hjörtur Hermanns og félagar með þægilegan sigur á Lyngby

Lyngby tók á móti Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 3-1 sigri gestanna.

Kevin Tshiembe, leikmaður Lyngby skoraði sjálfsmark snemma leiks og Kamil Wilczek tvöfaldaði forystu Bröndby á 28. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Teemu Pukki kom þeim svo í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Paulus Arajuuri skoraði sjálfsmark fyrir gestina á 87. mínútu og lokatölur því 3-1 fyrir Bröndby.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði gestanna í dag og spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar en liðið er í öðru sæti deildarinnar með 46 stig, einu stigi á eftir Midtjylland sem er á toppnum.


desktop