HM bikarinn kemur til Íslands í boði Coca-Cola

Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eini sanni HM-bikar koma til Íslands í boði Coca-Cola. Um er að ræða þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar.

Ferðalag HM-bikarsins gefur milljónum manna um allan heim tækifæri til að hita vel upp fyrir stærsta íþróttaviðburð heims, heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Með heimshornaflakki sínu vilja Coca-Cola og FIFA bjóða aðdáendum að sjá með eigin augum þennan virta bikar, þann sama og er veittur heimsmeisturunum hverju sinni. Fyrir þúsundi aðdáenda er þetta algjörlega einstakt og ómissandi tækifæri til að sjá þennan táknræna grip.

„Við erum himinlifandi yfir því að geta haldið þessu tveggja ára langa íslenska fótboltapartýi gangandi,“ sagði vörumerkjastjóri Coca-Cola á Íslandi, Magnús Viðar Heimisson.

„Bæði karla- og kvennalandsliðin okkar eru í hæsta gæðaflokki þessa stundina og við, aðdáendurnir, eigum að njóta þess! Koma HM-bikarsins til landsins í mars markar upphafið að enn einu fótboltasumrinu á Íslandi. Það verður líka frábært tækifæri fyrir íslensku þjóðina að kíkja aðeins á bikarinn sem strákarnir ætla að koma með heim aftur í júlí!“

Ferðalag bikarsins hófst í september 2017 í Rússlandi og mun spanna yfir 50 lönd í sex heimsálfum og um 126,000 kílómetra á þeim níu mánuðum fram að keppninni sjálfri, HM2018. Í Rússlandi einu mun bikarinn heimsækja 25 borgir — en það er lengsta viðvera bikarsins hjá gestgjafa síðan ferðalögin hófust — þar sem einn af hverjum þremur Rússum hefur tækifæri til að sjá bikarinn með eigin augum.

„Í heimi íþróttanna er ekkert tákn öflugra en HM-bikarinn,“ sagði forseti FIFA, Gianni Infantino.

„Allir geta viðurkennt mikilvægi bikarsins sem sameiningartákns. Við erum gríðarlega ánægð að geta í samstarfi við Coca-Cola enn á ný ferðast með bikarinn til knattspyrnuaðdáenda um allan heim.“

Frekari upplýsinga varðandi heimsókn HM-bikarsins til Íslands er að vænta á næstunni.

Hægt er að fylgjast með fréttum af ferðalagi bikarsins, fá frekari upplýsingar um áfangastaði og dagsetningar, sjá myndir og myndbönd og fleira á opinberu heimasíðunni, opinberu Facebook síðunni og opin-beru Instagram síðunni.

Coca-Cola hefur átt í samstarfi við FIFA síðan 1974 og hefur verið opinber styrktaraðili HM síðan 1978. Coca-Cola hefur verið með leikvangsauglýsingar á hverju heimsmeistaramóti síðan 1950 og er stoltur stuðningsaðili knattspyrnu á öllum stigum. Þetta er í fjórða skiptið sem Coca-Cola og FIFA færa heiminum HM-bikarinn í sameiningu.


desktop