ÍBV bikarmeistari eftir sigur á FH

ÍBV 1-0 FH
1-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(37′)

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fór fram í dag er lið ÍBV mætti FH á Laugardalsvelli fyrir framan um 3000 manns.

ÍBV sló Stjörnuna út í undanúrslitum og komst þannig í úrslitin en FH lagði Leikni Reykjavík 1-0.

Það var einnig bara eitt mark skorað í leiknum í dag en það gerði framherjinn reynslumikli Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Leikurinn í dag var fjörugur og fengu áhorfendur mikið fyrir sinn snúð en mörkin voru þó ekki mörg.

Gunnar Heiðar skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu leiksins og reyndist það nóg til að tryggja Eyjamönnum bikarinn.


desktop