ÍH, Hamar og Léttir með sigra

Fjöldi leikja fór fram í 4. deild karla í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Hamar vann góðan 2-1 sigur á GG þar sem að Liam Killa skoraði sigurmark leiksins á 89 mínútu.

Þá átti ÍH í litlum vandræðum með Vatnaliljurnar og vann öruggan 4-0 sigur.

Léttir vann svo þægilegan 3-0 sigur á Skallagrím og jafnar því Kormák/Hvöt að stigum á toppi C-riðils.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Hamar 2 – 1 GG
0-1 Anton Ingi Rúnarsson (50′)
1-1 Hrannar Einarsson (70′)
2-1 Liam John Killa (89′)

Vatnaliljur 0 – 4 ÍH
0-1 Andri Magnússon (39′)
0-2 Andri Magnússon (51′)
0-3 Axel Birgir Gíslason (53′)
0-4 Hallur Ásgeirsson (90′)

Léttir 3 – 0 Skallagrímur


desktop