ÍR leitar að þjálfurum í yngri flokkum

Barna og unglingaráð (BUR) Knattspyrnudeildar. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar.

Um er að ræða meðþjálfara hjá 5., 6. og 7. flokkum drengja.

Mikilvægt er að þjálfarar 6. og 7. flokks geti byrjað að þjálfa kl. 15.00 á daginn (þrisvar í viku) en æfingar 5. flokks byrja eftir kl. 16.00 í miðri viku en einnig er æft á laugardögum hjá 5 flokki.

Áhugasamir sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf til yfirþjálfara yngri flokka knd. ÍR á netfangið : sigurdurth@bhs.is fyrir 23. september 2017.

Við viljum bæta við þjálfurum í metnaðarfullt starf okkar og lítum við svo á að reynsla við þjálfun sé mikil kostur. Um er að ræða skemmtilegt starf hjá félagi sem stefnir enn lengra, viðkomandi hefur tækifæri á að aðstoða félagið við að þróa framhaldið og bætist við frábæran hóp þjálfara.

Nánari upplýsingar gefur Sigurður Þórir Þorsteinsson yfirþjálfari yngri flokka knd. ÍR í s. 861 9401 og á ofangreint netfang.


desktop