Ísland verður í 2. styrkleikaflokki ef þessi lið klára sína leiki

Ísland á ennþá möguleika á því að vera í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM í Rússlandi þann 1. desember næstkomandi.

Svíar slóu Ítali úr leik í gærdag og því er ennþá möguleiki á því að íslenska liðið verði í öðrum styrkleikaflokki.

Til þess að það gerist þurfa Írar að slá Dani úr leik í kvöld en fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.

Þá þarf Nýja-Sjáland að slá Perú úr leik í Perú á morgun en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli.

Ef öðru hvoru liðinu mistekst að fara áfram, þ.e.a.s Írum eða Nýja-Sjálandi þá verður Ísland í 3. styrkleikaflokki.


desktop