Íslendingar sóttu um tæplega 53.000 miða á HM

Íslendingar sóttu um 52.899 miða á HM í Rússlandi en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag.

FIFA lokaði fyrir umsóknir í morgun og því verður ekki hægt að sækja aftur um miða fyrr en um miðjan mars.

Ísland leikur í D-riðli keppninnar með Argentínu, Nígeríu og Króatíu en riðillinn er ansi strembinn.

Íslendingar munu fá um 8% miða á hvern leik sem er í kringum 3.200 miðar og það gæti því farið svo að margir fái ekki miða á lokakeppnina.

Opnunarleikur Íslands á mótinu verður þann 16. júní næstkomandi gegn Argentínu.

Tilboð á gluggadegi Fótboltaspilið Beint í mark er á sérstöku tilboði í dag á gluggadegi, nýttu tækifærið og keyptu þetta frábæra spil með því að smella hérna.


desktop