Íslenska karlalandsliðið er lið ársins 2017

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er lið ársins 2017 en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.

Það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að valinu sem fyrr en íslenska karlalandsliðið vann verðlaunin einnig í fyrra.

Íslenska liðið tryggði sér sæti á lokamóti HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Ísland er með á mótinu.

Ásamt íslenska landsliðinu var handboltalið Vals einnig tilnefnt.

Þá var Íslandsmeistaralið Þórs/KA einnig tilnefnt en þær unnu Pepsi-deild kvenna í sumar.

Lið ársins
A-landslið karla, fótbolti
Valur meistarafl. kk., handbolti
Þór/KA meistarafl. kvk., fótbolti


desktop