Jóhann Berg: Verður erfitt fyrir komandi kynslóðir að leika þetta eftir

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley og íslenska landsliðsins var í skemmtilegu viðtali við BBC á dögunum.

Ísland tryggði sér sæti á lokakeppni HM næsta sumar sem fram fer í Rússlandi eftir 2-0 sigur á Kosóvó í lokaleik sínum í riðlinum.

Ísland kom mörgum á óvart og vann riðilinn sem var afar sterkur en Króatía, Tyrkland og Úkraína voru m.a með okkur í riðli.

Heimsbyggðin hefur fylgst náið með landsliðinu, undanfarnar vikur enda afrekið mikið hjá þjóð með einungis 330.000 manna íbúafjölda.

„Það er mjög frekar skrítið að við séum að fara á HM. Margir héldu að við gætum ekki toppað eftir EM í Frakklandi en við vildum alltaf komast á HM, enda stærra mót en EM. Ég hugsa að við munum ekki átta okkur almennilega á þessu fyrr en við mætum til Rússlands.“

„Aðstaðan á Íslandi hefur auðvitað hjálpað og við erum orðnir betri fótboltamenn en við vorum. Samt sem áður verður erfitt fyrir aðrar kynslóðir að leika þessi afrek eftir. Þú þarft einstakt lið til þess að ná svona árangri, sérstaklega ef þú horfir til þess að við erum einingis 330.000 manns.“

„Við ætlum bara að njóta augnabliksins og HM í Rússlandi, það er ennþá frekar óraunverulegt að við séum að fara spila á móti sterkustu landsliðum heims næsta sumar. Þegar að ég byrjaði að spila með landsliðinu var þetta eins og í dag. Við vorum í 121. sæti á heimslistanum en núna vilja allir spila með íslenska landsliðinu.


desktop