Jói Kalli tekur við ÍA – Siggi Jóns verður aðstoðarþjálfari

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍA en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér.

Liðið féll úr Pepsi-deildinni í sumar og mun því leika í Inkasso-deildinni næsta sumar en Jóhannes Karl stýrði HK í sumar.

Hann gerði frábæra hluti með liðið sem endaði í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar og var það lið sem kom mest á óvart í deildinni í sumar.

Sigurður Jónsson mun aðstoða Jóhannes Karl með liðið en hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár.

Hann þekkir vel til á Skaganum enda einn sigursælasti leikmaður í sögu félagsins.


desktop