KH spilar í 3. deildinni næsta sumar

KH tók á móti Kórdrengjum í úrslitakeppni 4. deildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Eyþór Helgi Birgisson kom gestunum yfir á 4 mínútu áður en Alexander Lúðvígsson jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks.

Kórdrengir reyndu að troða inn öðru marki í þeim síðari en þrátt fyrir ágætar tilraunir fór boltinn ekki í netið og lokatölur því 1-1.

KH vann fyrir leik liðanna með einu mark gegn engu og vinnur því viðureignina, samanlegt 2-1.

Liðið mun því leika í 3. deildinni næsta sumar ásamt því að spila úrslitaleik gegn Augnablik um sigur í 4. deildinni þann 16. september næstkomandi.


desktop