Lengjubikarinn: Tveir með stórleik er FH og Grindavík komust áfram

Breiðablik og Grindavík eru komin í undanúrslit Lengjubikarsins en leikið var í 8-liða úrslitum í kvöld.

Það fór fram stórleikur í Fífunni þar sem Breiðablik og FH áttust við í fjörugum knattspyrnuleik.

FH reyndist þó of stór biti í kvöld en liðið hafði betur með þremur mörkum gegn engu.

Kristján Flóki Finnbogason átti stórleik og lagði upp fyrsta markið á Robbie Crawford áður en hann skoraði tvö í síðari hálfleik.

Grindavík valtaði þá yfir ÍA á sama tíma en Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu öruggan 4-1 sigur.

Andri Rúnar Bjarnason átti frábæran leik í kvöld en hann skoraði tvö og lagði upp eitt af mörkum Grindvíkinga.

ÍA 1-4 Grindavík
0-1 Ingvar Þór Kale(sjálfsmark, 1′)
0-2 Andri Rúnar Bjarnason(12′)
1-2 Hafþór Pétursson(15′)
1-3 Andri Rúnar Bjarnason(29′)
1-4 William Daniels(53′)

Breiðablik 0-3 FH
0-1 Robbie Crawford(19′)
0-2 Kristján Flóki Finnbogason(71′)
0-3 Kristján Flóki Finnbogason(73′)


desktop