Liðum verður fjölgað í 3. deildinni á næsta ári

Liðum í 3. deildinni verður fjölgað frá og með næsta ári en þessi tillaga var samþykkt á ársþingi KSÍ í dag.

Það var Reynir Sandgerði sem lagði tillöguna fram og var hún samþykkt í dag.

Því mun aðeins eitt lið falla úr þriðju deildinni næsta sumar og munu þrjú lið fara upp úr 4. deildinni.

Því munu 12 lið leika í þriðju deildinni, sumarið 2019.


desktop