Mættu með borða á völlinn – Fyrrum leikmaður Selfoss sakaður um kynferðisbrot

Babacar Sarr miðjumaður Molde í Noregi hefur í tvígang þar í landi verið sakaður um kynferðisbrot. Sarr lék á Íslandi frá 2011 til 2012 með Selfossi.

Sarr hefur þó aldrei verið dæmdur fyrir slík brot en knattspyrnuáhugamenn í Noregi láta hann ekki í friði.

Á völlum í Noregi er mikið kallað á Sarr þessa dagana en um helgina mættu stuðningsmenn Rosenborg með borða á völlinn.

Rosenborg heimsótti þá Molde í norsku úrvalsdeildinni og var Sarr í byrjunarliði Molde.

Stuðningsmenn liðsins komu borða á sem stóð á ,,Nei þýðir nei“

Á borðanum stóð einnig ,,Nauðgun = Kynlíf án samþykkis.“ og þar er átt við brotin sem Sarr hefur verið sakaður um. Stuðningsmenn Rosenborg sungu líka talsvert á meðan leik stóð um Sarr og brotin sem hann hefur verið sakaður um.

Mynd af borðanum er hér að neðan.


desktop