Markalaust hjá Lyngby og Aarhus

Lyngby tók á móti Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum en eins og áður sagði tókst hvorugu liðinu að skora og niðurstaðan því markalaust jafntefli.

Björn Daníel Sverrison sat allan tímann á varamannabekk Aarhus í dag og kom ekki við sögu í leiknum.

Gestirnir eru í ellefta sæti deildarinnar með 24 stig, 8 stigum á undan Helsingor sem er á botni deildarinnar.


desktop