Meðalaldur Íslands sá hæsti hjá efstu liðum Evrópuriðlanna

Ísland tryggði sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á mánudaginn síðastliðinn eftir 2-0 sigur á Kosóvó.

Íslenska liðið hafnaði í efsta sæti I-riðils með 22 stig, tveimur stigum meira en Króatar sem enduðu í öðru sæti riðilsins.

I-riðill keppninnar í ár er af mörgum talinn erfiðasti riðilinn og því ljóst að afrek íslenska liðsins er mikið.

Ásamt Íslandi voru það Þýskaland, Frakkland, Spánn, Portúgal, Pólland, Serbía, Belgía og England sem unnu sína riðla í UEFA riðlunum.

Leifur Grímsson, áhugamaður um tölfræði tók saman athyglisverða samantekt úr undankeppninni en á meðal þeirra þjóða sem unnu sinn riðil, innan Evrópu er Ísland með hæsta meðalaldurinn eða 29 ár.


desktop