Mynd: Allt klárt fyrir fyrsta leik gegn Frökkum

Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:

Íslenska landsliðið er mætt til Ermelo í Hollandi þar sem liðið mun dvelja á meðan EM kvenna stendur yfir.

Liðið undirbýr sig nú fyrir sinn fyrsta leik gegn Frakklandi þann 18. júlí en leikurinn fer fram í Tilburg.

Blaðamönnum var boðið á hótel íslenska liðsins í dag og þar var búningaherbergi liðsins m.a skoðað.

Það er allt klárt fyrir leikinn gegn Frökkum þann 18. júlí en á meðfylgjandi mynd má sjá búninga og allan búnaðinn sem íslenska liðið mun nota í leiknum.

Myndina má sjá hér fyrir neðan.


desktop