Mynd: Forsetinn mætti á leik í úrslitakeppni 4. deildar karla

Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands elskar íþróttir og er duglegur að mæta á völlinn.

Guðni sýndi á sér nýjar hliðar í embætt í gær þegar hann mætti á leik Álftanes og Hvíta riddarans.

Um var að ræða seinni leik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar og þar mætti Guðni Th á völlinn.

Á þriðjudag var Guðni Th mættur á Laugardalsvöll og sá Ísland vinna öruggan sigur á Úkraínu.

Guðni hafði látið vita á Facebook að hann myndi mæta og styðja liðið í bænum sem hann býr í.

Það gerði Guðni og stuðningur hans virðist hafa skilað sér því Álftanes fór áfram eftir sigur í framlengdum leik.

Álftanes hafði tapað fyrri leiknum 2-0 en jafnaði einvígið í venjulegum leiktíma. Álftanes vann svo á endanum 4-0 sigur og komst áfram þar sem liðið mætir Augnablik í undanúrslitum laust sæti í 3. deild karla.


desktop