Mynd: Heimir Hallgríms fór á hjólastól í Reykjavíkurmaraþonið

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins fór tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í gær.

Maraþonið fór fram í góðu veðri í gær og var landsliðsþjálfarinn hluti af fjögurra manna hóp sem nefnist „Vinir Gunnars Karls.“

Auk Heimis voru þeir Kjartan Ólafsson, Sigurjón Lýðsson og Gunar Karl Haraldsson sem fóru leiðina Gunnar Karl er bundinn við hjólastól.

Hópurinn safnar áheitum fyrir Reykjadal en þar eru starfræktar sumarbúðir fyrir börn sem glíma við alls kyns fötlun.

Hér er hægt að heita á hópinn.

Mynd af þeim í hjólastólunum er hér að neðan.


desktop