Mynd: Landsliðsmenn taka þátt í hönnun nýs frímerkis

Íslensku landsliðin í fótbolta hafa náð mögnuðum árangri á undanförnum árum.

Karlalandslið Ísland fór alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins síðasta sumar og þá tryggðu strákarnir sér þátttökurétt á HM í Rússlandi á dögunum.

Kvennalandsliðið hefur líka verið að gera góða hluti en liðið spilaði á lokamóti Evrópumótsins í sumar í Hollandi og þá vann liðið sögulegan sigur á Þjóðverjum í október á dögunum í undankeppni HM.

Í fyrsta sinn í sögunni verða landsliðin okkar tengd við íslensk frímerki en karlalandsliðið er nú statt í Katar þar sem liðið leikur vináttuleiki við Tékka og Katar.

Þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason tóku þátt í sköpunarvinnu á bakvið frímerkin á dögunum en mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop