Mynd: Þetta eru dvalarstaðir liðanna sem taka þátt á HM í Rússlandi

HM í Rússlandi fer fram í sumar en mikil eftirvænting ríkir fyrir mótinu sem er haldið á fjögurra ára fresti.

Ísland er með á mótinu í fyrsta sinn í sögunni en liðið leikur í D-riðli keppninnar ásamt Argentínu, Króatíu og Nígeríu.

Íslenska liðið mun dvelja í Gelendzhik við Svartahafið sem er um 55.000 manna bær en liðin sem taka þátt í mótinu munu dvelja víðs vegar um Rússland.

Hér fyrir neðan má sjá dvalarstað liðanna sem taka þátt í mótinu í ár.


desktop