Myndasyrpa: Eyjamenn fögnuðu loksins sigri í bikarnum

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fór fram í dag er lið ÍBV mætti FH á Laugardalsvelli fyrir framan fjölda fólks.

ÍBV sló Stjörnuna út í undanúrslitum og komst þannig í úrslitin en FH lagði Leikni Reykjavík 1-0.

Það var einnig bara eitt mark skorað í leiknum í dag en það gerði framherjinn reynslumikli Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Leikurinn var nokkuð fjörugur í Laugardalnum en mark Gunnars reyndist nóg til að tryggja Eyjamönnum sigur.

Við vorum auðvitað á vellinum og hér má sjá myndir úr leik dagsins.

desktop