Myndband: Kjartan Henry með fallegt skallamark gegn Esbjerg

Esbjerg tók á móti Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í gærdag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Kjartan Henry Finnbogason kom Horsens yfir á 83 mínútu áður en Robin Soeder jafnaði metin fyrir heimamenn á loka mínútunum.

Þetta var sannkallaður Íslendingaslagur en Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Esbjerg í leiknum og þá var Elfar Freyr Helgason í byrjunarliði Horsens.

Kjartan Henry kom inn á sem varamaður á 74 mínútu og skoraði á 83 mínútu eins og áður sagði en myndband af marki hans má sjá hér fyrir neðan.


desktop