Myndband: Leikur Fram og Breiðabliks flautaður af vegna veðurs

Leikur Fram og Breiðabliks fór fram í Lengjubikarnum í kvöld en leikið var á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal.

Leikið var alls 70 mínútur í kvöld en er 20 mínútur voru til leiksloka var ákveðið að hætta keppni.

Veðrið á vellinum í kvöld var orðið virkilega slæmt og ákvað Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, að gera hlé á leiknum.

Ekki löngu síðar var svo ákveðið að hætta keppni algjörlega í stöðunni 1-0 fyrir Blikum.

Óvíst er hvort leikurinn verði spilaður aftur eða hvort síðustu 20 mínúturnar verði spilaðar sér.

Hér má sjá myndbrot af veðrinu í kvöld.


desktop