Myndband: Mark Daníels Hafsteinssonar með U19 gegn Englandi

U19 ára landslið Íslands mætti Englandi í síðustu viku í undankeppni EM en leiknum lauk með 2-1 sigri enska liðsins.

Enskir voru meira með boltann í fyrri hálfleik, án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri enda varðist íslenska liðið afar vel í leiknum.

Það var svo Mason Mount sem kom Englandi yfir með marki beint úr aukaspyrnu en Daníel Hafsteinsson jafnaði metin fyrir Ísland þegar að hann var nýkominn inná sem varamaður.

Það var svo Eddie Nketiah sem tryggði Englandi sigur með marki, mínútu síðar og lokatölur því 2-1 fyrir England.

Myndband af marki Daníels má sjá hér fyrir neðan.


desktop