Myndband: Stúkan sturlaðist þegar Gylfi kom Íslandi yfir


Ísland og Kosóvó eigast nú við í undankeppni HM og er staðan 1-0 fyrir Ísland þegar fyrri hálfleik er að ljúka.

Það var Gylfi Þór Sigðurðsson sem skoraði eina mark leiksins eftir vandræðagang í vörn gestanna og staðan því 1-0 í hálfleik.

Það er gríðarleg stemning á Laugardalsvellinum í kvöld enda tryggir Ísland sig á HM með sigri hér í kvöld.

Það varð allt vitlaust þegar Gylfi kom Íslandi yfir og átti fólk erfitt með að fela tilfingar sínar.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop