Myndir: Forsetinn og Guðni Bergs mættu á leik í 4. deildinni

Álftanes og Augnablik eigast nú við í úrslitakeppni 4. deildarinnar og er staðan 2-0 fyrir Augnablik þegar fyrri hálfleik var að ljúka.

Það voru þeir Kári Ársælsson og Hjörvar Hermannsson sem skoruðu mörk Augnabliks í leiknum en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli.

Liðið sem vinnur leikinn mun leika í 3. deildinni á næsta ári og því ljóst að það er mikið undir á Álftanesi í kvöld.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Guðni Bergsson, formaður KSÍ voru mættir á völlinn í dag til þess að fylgjast með leiknum en forsetinn býr á Álftanesi eins og flestum ætti að vera kunnugt.

Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop