Myndir: Góð stemning á æfingu íslenska liðsins á Willem II Stadion í dag

Bjarni Helgason skrifar frá Tilburg:

Íslenska liðið er mætt til Tilburg þar sem liðið mun leika sinn fyrsta leik á EM gegn Frökkum á morgun.

Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki en Frakkar eru sterkasta liðið í riðlinum, fyrirfram.

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins var mættur á blaðamannafund á Willem II Stadion í dag ásamt þeim Söru Björk Gunnarsdóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Eftir blaðamannafundinn var svo formleg æfing hjá liðinu á vellinum og það virtist vera góð stemning í hópnum.

Myndir af æfingunni má sjá hér fyrir neðan.


desktop