Myndir: Stelpurnar gista á glæsilegu hóteli í Ermelo

Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:

Íslenska landsliðið er mætt til Ermelo í Hollandi þar sem liðið mun dvelja á meðan EM kvenna stendur yfir.

Liðið undirbýr sig nú fyrir sinn fyrsta leik gegn Frakklandi þann 18. júlí en leikurinn fer fram í Tilburg.

Blaðamönnum var boðið á hótel íslenska landsliðsins í dag þar sem þeir fengu að skoða aðstæður en hótelið lítur afar vel út.

Myndir af hótelinu má sjá hér fyrir neðan.


desktop