Myndir: Völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik á EM

Bjarni Helgason skrifar frá Tilburg:

Íslenska liðið er á leiðinni til Tilburg í þessum töluðu orðum þar sem liðið mun leika sinn fyrsta leik á EM gegn Frökkum á morgun.

Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki en Frakkar eru sterkasta liðið í riðlinum, fyrirfram.

Leikurinn við Frakka fer fram á Willem II Stadion í Tilburg en hann tekur um 15.000 manns í sæti og búast heimamenn við því að það verði þétt setið á leiknum.

Myndir af leikvanginum má sjá hér fyrir neðan.


desktop