Öflugt Fan Zone fyrir leik Íslands og Frakklands

Bjarni Helgason skrifar frá Tilburg:

Íslenska liðið er á leiðinni til Tilburg í þessum töluðu orðum þar sem liðið mun leika sinn fyrsta leik á EM gegn Frökkum á morgun.

Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki en Frakkar eru sterkasta liðið í riðlinum, fyrirfram.

Það verður öflugt Fan Zone í boði í Tilburg fyrir leik á Pieter Vreedeplein en svæðið verður opið fyrir alla frá klukkan 13-20 um kvöldið.

Það verða hoppukastalar fyrir börnin, sjónvarpsskjáir, drykkir og matur ásamt ýmsum tónlistaratriðum.

Allar nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá með því að smella hér.


desktop