Ólafía Þórunn íþróttamaður ársins – Aron og Gylfi komu þar á eftir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.

Það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu sem fyrr en Gylfi Þór Sigurðsson hlaut nafnbótina eftirsóttu á síðasta ári.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins var í öðru sæti í kjörinu og Gylfi Þór Sigurðsson var í því þriðja.

Þá var íslenska karlalandsliðið valið lið ársins og Heimir Hallgrímsson var kjörinn þjálfari ársins.


desktop