Raggi Sig drekkur vatn með kynþokkafyllsta manni Íslands

Íslenska landsliðið er nú statt í æfingaferð í Katar en liðið leikur vináttuleik við heimamenn í dag klukkan 16:20 að íslenskum tíma.

Liðið spilaði við Tékka í síðustu viku en þeim leik lauk með 1-2 sigri Tékka og var það Kjartan Henry Finnbogason sem skoraði mark Íslands í leiknum.

Strákarnir hafa verið ágætlega duglegir að æfa og birti Ragnar Sigurðsson, varnarmaður liðsins skemmtilega mynd á Instagram síðu sinni í morgun.

„Vatnspása með kynþokkafyllsta manni Íslands,“ sagði Raggi á Instagram en færsluna sem hann setti inn má sjá hér fyrir neðan.

Water break with Iceland’s sexiest man

A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on


desktop