Rúnar Alex og félagar gerðu jafntefli gegn AaB

AaB tók á móti Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Mathias Jensen kom gestunum yfir strax á 4. mínútu og staðan því 1-0 í hálfleik.

Jannik Pohl jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Rúnar Alex Rúnarsson var á sínum stað í marki Norsjælland en liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig, 10 stigum eftir toppliði Midtjylland.


desktop