Rúnar Már orðaður við Malmö

Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður Grasshopper í Sviss er í dag orðaður við Malmö en það eru sænskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

Miðjumaðurinn hefur ekki átt fast sæti í liði Grasshopper í undanförnum leikjum og gæti því hugsað sér til hreyfings.

Arnór Ingvi Traustason skrifaði fyrr í dag undir samning við sænska félagið og gætu hann og Rúnar nú sameinast í Svíþjóð.

Rúnar þekkir vel til sænsku deildarinnar en hann spilaði með GIF Sundsvall áður en hann fór til Sviss.


desktop