Rúnar Már skoraði sitt fyrsta mark gegn Lugano

St. Gallen tók á móti Lugano í svissnesku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Stjepan Kukuruzovic kom heimamönnum yfir á 39. mínútu og staðan því 1-0 í hálfleik.

Rúnar Már Sigurjónsson tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 63. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir St. Gallen áður en Cedric Itten innsiglaði sigur heimamanna á 88. mínútu.

Rúnar Már Sigurjínsson var í byrjunarliði St. Gallen í dag og spilaði allan leikinn á miðjunni en liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig, 9 stigum á eftir Basel sem er í öðru sætinu.


desktop