Rúrik spilaði allan leikinn í jafntefli gegn Eintracht Braunschweig

Sandhausen tók á móti Eintracht Braunschweig í þýsku 2. deildinni í dag en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Það var fátt um fína drætti í leiknum og niðurstaðan því markalaust jafntefli eins og áður sagði.

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen í dag og spilaði allan leikinn í fremstu víglínu.

Sandhausen er í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig, 4 stigum frá umspilssæti.


desktop