Selfoss og Guðjón Orri semja um starfslok

Guðjón Orri Sigurjónsson hefur yfirgefið Selfoss en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér.

Félagið rifti samningi sínum við markmanninn en þetta var gert í gíðu samkomulagi milli beggja aðila.

Guðjón Orri gekk til liðs við Selfoss síðasta sumar og spilaði 31 leik fyrir félagið í öllum keppnum.

Markmaðurinn hefur komið víða við á undanförnum árum og hefur m.a spilað fyrir ÍBV, Stjörnuna og svo Selfoss núna síðast.


desktop