Sölvi Geir: Ég fór þá leið að eltast við peninginn

Sölvi Geir Ottesen hefur lokið ferli sínum í atvinnumennsku og mun spila hér á landi næsta sumar.

Sölvi sem er 33 ára gamall átti frábæran feril sem atvinnumaður og síðustu fjögur ár lék hann í Rússlandi, Kína og Taílandi.

Miðvörðurinn viðurkennir það að hann hafi elt peninginn síðustu ár.

,,Tilboðin sem ég fékk spiluðu stórt hlutverk, þau voru miklu betri en ég hafði fengið í Evrópu,“ sagði Sölvi Geir í Akraborgini.

,,Ég var með FCK og síðasta árið og þar var ég ekki í náðinni, þá er ég 29 ára. Þá sé ég fyrir mér að ég færi ekkert að ná mikið lengra. Erfitt að ná betri liðum.“

,,Það hefði verið áhætta að elta það, ég fór þá leið að eltast við peninginn. Líka það að þetta voru ekki slæm lið, þetta var betri fótbolti en ég var í hjá FCK. Peningurinn spilaði stórt hluverk.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.


desktop